Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 20:06
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Augnablik aftur á sigurbraut - Elliði og Magni skildu jöfn
Augnablik náði í fimmta sigur sinn í dag
Augnablik náði í fimmta sigur sinn í dag
Mynd: Augnablik
Augnablik endurheimti toppsæti 3. deildar karla með því að vinna Sindra, 3-0, á Höfn í Hornafirði í dag.

Blikarnir töpuðu fyrsta leik sínum gegn ÍH í síðustu umferð eftir að hafa unnið fyrstu fjóra deildarleiki sína.

Þeir svöruðu fyrir tapið með 3-0 sigri á Sindra. Blikarnir komust á bragðið er Arnór Berg Grétarsson setti boltann í eigið net á 38. mínútu.

Staðan 1-0 í hálfleik en Arnar Laufdal Arnarsson var ekki lengi að tvöfalda forystuna í þeim síðari. Hans sjöunda mark í deildinni í sumar.

Brynjar Óli Bjarnason gerði út um leikinn á 75. mínútu með þriðja markinu og þar við sat. Augnablik á toppnum með 15 stig eftir sex leiki en Sindri í 8. sæti með 6 stig.

Elliði og Magni skildu þá jöfn, 1-1, á Würth-vellinum í Árbæ. Númi Kárason skoraði mark Magna á 50. mínútu en Pétur Óskarsson jafnaði þrettán mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Magni er með 13 stig í 5. sæti en Elliði í 6. sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sindri 0 - 3 Augnablik
0-1 Arnór Berg Grétarsson ('38 , Sjálfsmark)
0-2 Arnar Laufdal Arnarsson ('46 )
0-3 Brynjar Óli Bjarnason ('75 )

Elliði 1 - 1 Magni
0-1 Númi Kárason ('50 )
1-1 Pétur Óskarsson ('63 , Mark úr víti)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 8 6 1 1 28 - 13 +15 19
2.    Augnablik 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
3.    Víðir 8 5 2 1 31 - 12 +19 17
4.    Árbær 8 4 2 2 18 - 16 +2 14
5.    Magni 8 4 2 2 11 - 11 0 14
6.    Elliði 8 4 1 3 14 - 20 -6 13
7.    Sindri 8 3 0 5 18 - 18 0 9
8.    KFK 8 3 0 5 16 - 22 -6 9
9.    Hvíti riddarinn 8 3 0 5 12 - 21 -9 9
10.    ÍH 8 2 1 5 21 - 26 -5 7
11.    Vængir Júpiters 8 2 1 5 20 - 25 -5 7
12.    KV 8 1 0 7 9 - 27 -18 3
Athugasemdir
banner
banner