Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 08. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Birkir og félagar þurfa sigur í kvöld
Topplið ítölsku deildarinnar töpuðu óvænt í gærkvöldi og heldur fjörið áfram með sex leikjum í dag.

Klukkan 17:30 eru tveir leikir á dagskrá, þar sem Fiorentina mætir Cagliari og Genoa tekur á móti Napoli.

Viðureignin í Genúa verður afar spennandi þar sem mikið er undir hjá báðum liðum. Genoa er í fallsæti sem stendur, einu stigi frá öruggu sæti, á meðan Napoli er einu stigi frá sæti í Evrópudeildinni.

Síðar í kvöld á skemmtilegt lið Atalanta heimaleik við lærisveina Claudio Ranieri í Sampdoria, sem eru fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir tvo sigra í röð.

Bologna tekur á móti Sassuolo á meðan Torino mætir Brescia í fallbaráttuslag. Birkir Bjarnason hefur verið að fá mikinn spiltíma hjá Brescia sem er sjö stigum frá öruggu sæti í deild þegar átta umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Brescia þarf því sigur í kvöld.

Roma á svo síðasta leik dagsins gegn Parma. Bæði lið eru búin að tapa þremur leikjum í röð og þurfa Rómverjar sigur í Evrópubaráttunni.

Leikir kvöldsins:
17:30 Fiorentina - Cagliari
17:30 Genoa - Napoli
19:45 Atalanta - Sampdoria
19:45 Torino - Brescia
19:45 Bologna - Sassuolo
19:45 Roma - Parma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner