Antoine Griezmann og Ousmane Dembele, framherjar Barcelona, hafa beðist afsökunar á myndbandi frá 2019 þar sem þeir gera grín að hótelstarfsmönnum í Japan.
Myndbandið var tekið á undirbúningstímabili Barcelona 2019/20 og var því nýverið lekið á samfélagsmiðlum. Þar sjást báðir leikmenn hlæja að hótel starfsmönnum sem reyna að gera við sjónvarp. Dembele gerir grín að útliti þeirra.
Dembele og Griezmann hafa beðist afsökunar á gjörðum sínum en þeir neita því alfarið að hafa verið með kynþáttafordóma.
Rakuten, einn af styrktaraðilum Barcelona, segir að hegðun leikmannana sé óásættanleg.
Konami, annað japanskt fyrirtæki, hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Griezmann.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
❗️Antoine Griezmann and Ousmane Dembélé, in leaked video, appear to be mocking asian technicians in their hotel room who came to fix a technological issue, proceed to mock their looks, language and country's supposed "technological advance". pic.twitter.com/9fiBtyZxej
— +Barça (@plusbarca_) July 3, 2021
Athugasemdir