Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 08. júlí 2024 14:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór til Írlands í síðustu viku til að fylgjast með Shamrock. Fyrir ári síðan lék þetta lið gegn Breiðabliki en Kópavogsliðið vann báða leikina.

„Champions league er Champions league. Ég hlakka mjög mikið til. Þetta er svona blanda af evrópsku liði og gamaldags bresku liði. Blikarnir fóru verðskuldað áfram í fyrra en þetta var ekki létt," segir Arnar þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks í fyrra en hann og Arnar eru nú saman í sérfræðingateymi RÚV á EM. Arnar segir Óskar hafa komið með punkta fyrir sig varðandi Shamrock liðið.

„Já klárlega. Mjög góða punkta og hefur verið mjög hjálplegur. Ég met það mikils. Við fórum út og svo er ég með greinendur hjá mér sem hafa safnað miklum upplýsingum. Það þarf að finna jafnvægið og finna helstu veikleika og styrkleika. Stundum í fótbolta er farið of mikið í greiningar, ég vil ekki að leikmenn hætti að hugsa sjálfstætt inni á velli," segir Arnar.

Davíð og Aron ekki með á morgun
Shamrock er Írlandsmeistari en illa hefur gengið hjá liðinu á yfirstandandi leiktíð. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, fer Arnar betur út í komandi mótherja.

Þá greinir hann frá því að Davíð Örn Atlason og Aron Elís Þrándarson verði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla. „Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner