Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   mán 08. júlí 2024 14:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór til Írlands í síðustu viku til að fylgjast með Shamrock. Fyrir ári síðan lék þetta lið gegn Breiðabliki en Kópavogsliðið vann báða leikina.

„Champions league er Champions league. Ég hlakka mjög mikið til. Þetta er svona blanda af evrópsku liði og gamaldags bresku liði. Blikarnir fóru verðskuldað áfram í fyrra en þetta var ekki létt," segir Arnar þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks í fyrra en hann og Arnar eru nú saman í sérfræðingateymi RÚV á EM. Arnar segir Óskar hafa komið með punkta fyrir sig varðandi Shamrock liðið.

„Já klárlega. Mjög góða punkta og hefur verið mjög hjálplegur. Ég met það mikils. Við fórum út og svo er ég með greinendur hjá mér sem hafa safnað miklum upplýsingum. Það þarf að finna jafnvægið og finna helstu veikleika og styrkleika. Stundum í fótbolta er farið of mikið í greiningar, ég vil ekki að leikmenn hætti að hugsa sjálfstætt inni á velli," segir Arnar.

Davíð og Aron ekki með á morgun
Shamrock er Írlandsmeistari en illa hefur gengið hjá liðinu á yfirstandandi leiktíð. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, fer Arnar betur út í komandi mótherja.

Þá greinir hann frá því að Davíð Örn Atlason og Aron Elís Þrándarson verði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla. „Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner