Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 08. júlí 2024 14:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór til Írlands í síðustu viku til að fylgjast með Shamrock. Fyrir ári síðan lék þetta lið gegn Breiðabliki en Kópavogsliðið vann báða leikina.

„Champions league er Champions league. Ég hlakka mjög mikið til. Þetta er svona blanda af evrópsku liði og gamaldags bresku liði. Blikarnir fóru verðskuldað áfram í fyrra en þetta var ekki létt," segir Arnar þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks í fyrra en hann og Arnar eru nú saman í sérfræðingateymi RÚV á EM. Arnar segir Óskar hafa komið með punkta fyrir sig varðandi Shamrock liðið.

„Já klárlega. Mjög góða punkta og hefur verið mjög hjálplegur. Ég met það mikils. Við fórum út og svo er ég með greinendur hjá mér sem hafa safnað miklum upplýsingum. Það þarf að finna jafnvægið og finna helstu veikleika og styrkleika. Stundum í fótbolta er farið of mikið í greiningar, ég vil ekki að leikmenn hætti að hugsa sjálfstætt inni á velli," segir Arnar.

Davíð og Aron ekki með á morgun
Shamrock er Írlandsmeistari en illa hefur gengið hjá liðinu á yfirstandandi leiktíð. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, fer Arnar betur út í komandi mótherja.

Þá greinir hann frá því að Davíð Örn Atlason og Aron Elís Þrándarson verði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla. „Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner