Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   mán 08. júlí 2024 14:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar fengið góða punkta frá Óskari Hrafni: Verið mjög hjálplegur
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Arnar Gunnlaugsson er spenntur fyrir leik morgundagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld tekur Víkingur á móti Shamrock Rovers í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji sigurliðsins í næstu umferð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór til Írlands í síðustu viku til að fylgjast með Shamrock. Fyrir ári síðan lék þetta lið gegn Breiðabliki en Kópavogsliðið vann báða leikina.

„Champions league er Champions league. Ég hlakka mjög mikið til. Þetta er svona blanda af evrópsku liði og gamaldags bresku liði. Blikarnir fóru verðskuldað áfram í fyrra en þetta var ekki létt," segir Arnar þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var þjálfari Breiðabliks í fyrra en hann og Arnar eru nú saman í sérfræðingateymi RÚV á EM. Arnar segir Óskar hafa komið með punkta fyrir sig varðandi Shamrock liðið.

„Já klárlega. Mjög góða punkta og hefur verið mjög hjálplegur. Ég met það mikils. Við fórum út og svo er ég með greinendur hjá mér sem hafa safnað miklum upplýsingum. Það þarf að finna jafnvægið og finna helstu veikleika og styrkleika. Stundum í fótbolta er farið of mikið í greiningar, ég vil ekki að leikmenn hætti að hugsa sjálfstætt inni á velli," segir Arnar.

Davíð og Aron ekki með á morgun
Shamrock er Írlandsmeistari en illa hefur gengið hjá liðinu á yfirstandandi leiktíð. Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, fer Arnar betur út í komandi mótherja.

Þá greinir hann frá því að Davíð Örn Atlason og Aron Elís Þrándarson verði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla. „Davíð verður frá í þrjár til fjórar vikur, Aron verður mögulega í hóp í seinni leiknum," segir Arnar.

Leikur Víkings og Shamrock hefst 18:45 á Víkingsvelli á morgun. Það er uppselt á leikinn en hann verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner