Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafna risatilboði Girona í Orra Stein - Vilja meira en 2 milljarða
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Girona hefur samkvæmt heimildum Tipsbladet í Danmörku lagt fram tilboð í Orra Stein Óskarsson sem er leikmaður FCK. Danska félagið hafnaði tilboðinu.

Sagt er að tilboðið hljóði upp á 11 milljónir evra plús bónusgreiðslur og hefði upphæðin allt í allt orðið hærri en tveir milljarðar íslenskra króna.

Ráðamenn hjá FCK eru á því að Orri sé talsvert verðmætari en það sem Girona er að bjóða. Orri, sem verður tvítugur í ágúst, er í miklum metum hjá FCK og er honum ætlað stórt hlutverk á komandi tímabili.

Girona kom mjög á óvart á liðnu tímabili á Spáni og endaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar. Liðið er að missa Artem Dovbyk til Atletico Madrid og er í leit að framherja í hans stað.

Orri skoraði tú mörk í dönsku deildinni í vetur þrátt fyrir að fá ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Sex af mörkunum skoraði Orri í úrslitakeppninni. Hann skoraði þá tvö mörk í bikarnum og þrjú mörk í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Orri lék sinn fyrsta landsleiki fyrir tæpu ári síðan. Hann er kominn með átta landsleiki undir beltið og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner