
Íslenska landsliðið er úr leik á EM eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu.
Fyrsti leikurinn var 1-0 tap gegn Finnlandi og svo var sá næsti 2-0 tap gegn heimakonum í Sviss.
Fyrsti leikurinn var 1-0 tap gegn Finnlandi og svo var sá næsti 2-0 tap gegn heimakonum í Sviss.
Vonbrigðin eru mikil og er erfitt að jafna sig á þeim. Liðið var með skýrt markmið um það að komast upp úr riðlinum á þessu móti en það gekk ekki eftir.
Eftir vonbrigði síðustu daga þá fengu stelpurnar frí eftir hádegi í dag og mátti sjá liðsrútu Íslands í miðborg Thun. Stelpurnar gengu þá margar hverjar um borgina ásamt fjölskyldum sínum sem eru komnar hérna út að fylgjast með þeim á mótinu.
Það er einn leikur eftir á mótinu en hann er gegn Noregi núna á fimmtudaginn. Noregur hefur ekki spilað vel á mótinu en er samt sem áður búið að vinna riðilinn.
Athugasemdir