Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Svakaleg dramatík í Garðabæ
Guðmundur Baldvin Nökkvason ásamt Örvari Eggertssyni
Guðmundur Baldvin Nökkvason ásamt Örvari Eggertssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 2 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('45 , víti)
0-2 Birnir Snær Ingason ('51 )
1-2 Benedikt V. Warén ('74 )
2-2 Andri Rúnar Bjarnason ('80 , víti)
3-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('97 )
Lestu um leikinn

Stjarnan og KA áttust við í Garðabænum í kvöld. KA náði forystunni í blálok fyrri hálfleiks þegar liðið fékk vítaspyrnu eftir að Örvar Eggertsson braut á Hallgrím Mar Steingrímssyni. Hallgrímur fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Birnir Snær Ingason sitt fyrsta mark fyrir KA eftir frábæra sendingu fram völlinn frá Hans Viktori Guðmundssyni.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma minnkaði Benedikt Warén muninn eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni.

Stjörnumenn voru ekki hættir. Benedikt fékk vítaspyrnu stuttu eftir markið þegar Guðjón Ernir Hrafnkelsson braut á honum. Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr spyrnunni og jafnaði metin.

Það var ótrúleg dramatík í blálokin en KA náði að bjarga á línu eftir klafs inn á teignum. Leikurinn stöðvaðist í kjölfarið vegna höfuðmeiðsla og það bættist við uppbótatímann.

Það var sturluð dramatík í kjölfarið en Guðmundur Baldvin Nökkvason tryggði Stjörnunni ótrúlega dramatískan sigur með marki eftir hornspyrnu á lokaandartökum leiksins.

Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig, stigi á eftir Víkingi sem mætir Breiðabliki í kvöld. KA er í 8. sæti með 26 stig, tveimur stigum frá 6. sæti þegar ein umferð er eftir fyrir tvískiptinguna.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 20 9 6 5 36 - 31 +5 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 20 5 1 14 20 - 42 -22 16
Athugasemdir
banner