Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 18:27
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Heimir Guðjóns.
Heimir Guðjóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur við úrslitin, þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei stýrt liði hérna áður, frábær umgjörð og völlur hjá Aftureldingu. Mjög gaman að koma hérna og stýra liði. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann. Svo misstum við einbeitinguna og fáum á okkur víti. Seinni hálfleikurinn var allt í lagi en þeir tóku bara yfir leikinn, þetta var alltof auðvelt fyrir þá. Afturelding hérna á heimavelli er mjög gott lið.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 sigur á Aftureldingu í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 FH

Sigurmarkið hans Sigurðar var mjög áhugavert en Mosfellingar vildu fá aukaspyrnu á Sigurð í markinu.

„Ég er bara búinn að sjá þetta einu sinni. Þar sem ég stóð á hliðarlínunni var þetta löglegt mark. Það er ekkert sem stendur í reglunum að menn mega ekki stökkva upp með markmönnum þó það séu margir sem halda það. Þetta er það sama og í seinasta leik við ÍBV þegar margir voru að tala um einhverjar aukaspyrnur og uppbótartíma en svo komst í ljós að þetta var allt rétt hjá dómaranum. Ég held að þetta hafi líka verið þannig í dag.“

FH hefur ekki verið að spila vel á gervigrasi seinustu ár en þeir hafa unnið seinustu tvo gervigrasleikina sína gegn Aftureldingu og Breiðablik.

„Eins og hefur komið fram höfum við ekkert verið að gera mjög góða hluti á gervigrasi en erum núna búnir að vinna á gervigrasi tvo leiki í röð. Við höfum tekið miklum framförum. Frá því í haust höfum við verið að búa til nýtt lið og margir ungir leikmenn fengið sénsinn og staðið sig vel.“

Heimir heldur áfram að tala um breytt lið og tekur dæmi.

„Haustið 2023 var FH að vinna Blika tvo leiki í röð, 22. umferð og í 1. umferð í úrslitaleik á útivelli, það eru bara 3 leikmenn eftir af því liði. Þess vegna var tekinn ákvörðun í haust að spila á ungum leikmönnum og byggja upp nýtt lið. Það hefur gengið vel. Auðvitað var byrjinin ekki góð en við höfum verið að eflast þegar líður á mótið.“

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir