Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
   sun 31. ágúst 2025 18:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er í erfiðri stöðu eftir tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti en liðið á leik til góða.

„Leikurinn er nýbúinn og maður er svekktur. Frammistöðulega séð hefði maður viljað sjá aðeins öflugri frammistöðu sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 ÍA

„Menn voru að grobba sig af því í allan dag að það væri alltaf logn hérna en svo allt í einu hvessti rétt fyrir leikinn. Við vorum aðeins í vök að verjast í fyrri hálfleik. Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar einum of auðveldlega. Við náðum ekki miklum sóknarleik í fyrri hálfleik svo ég var feginn að við komum inn í hálfleik í 0-0."

Lárus var ánægðari með sóknarleikinn í seinni hálfleik en eftir að ÍBV komst yfir breyttist leikurinn.

„Við fórum að færa liðið framar á völlinn. Þeir fengu þá skyndisókn. Heilt yfir er ég ósáttur, frammistaðan skiptir í raun engu máli, við þurfum þrjú stig en fengum þau ekki í dag," sagði Lárus Orri.

Lárus Orri hefði ekki þegið stigið.

„Nei, ef staðan hefði verið 0-0 þá hefðum við látið vaða á þetta. Eitt stig er betra en núlll en við þurfum þrjú stig,"

Skagamenn horfa ekkert á töfluna.

„Ég þarf ekki að skoða hana. Ég veit hvernig staðan er, við erum neðstir og búnir að vera neðstir. Eina sem skiptir máli er næsti leikur á móti Breiðabliki sem við þurfum að vinna."
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 20 9 6 5 36 - 31 +5 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 20 5 1 14 20 - 42 -22 16
Athugasemdir