ÍA er í erfiðri stöðu eftir tap gegn ÍBV í Eyjum í dag. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti en liðið á leik til góða.
„Leikurinn er nýbúinn og maður er svekktur. Frammistöðulega séð hefði maður viljað sjá aðeins öflugri frammistöðu sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA.
„Leikurinn er nýbúinn og maður er svekktur. Frammistöðulega séð hefði maður viljað sjá aðeins öflugri frammistöðu sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 0 ÍA
Lárus var ánægðari með sóknarleikinn í seinni hálfleik en eftir að ÍBV komst yfir breyttist leikurinn.
„Við fórum að færa liðið framar á völlinn. Þeir fengu þá skyndisókn. Heilt yfir er ég ósáttur, frammistaðan skiptir í raun engu máli, við þurfum þrjú stig en fengum þau ekki í dag," sagði Lárus Orri.
Lárus Orri hefði ekki þegið stigið.
„Nei, ef staðan hefði verið 0-0 þá hefðum við látið vaða á þetta. Eitt stig er betra en núlll en við þurfum þrjú stig,"
Skagamenn horfa ekkert á töfluna.
„Ég þarf ekki að skoða hana. Ég veit hvernig staðan er, við erum neðstir og búnir að vera neðstir. Eina sem skiptir máli er næsti leikur á móti Breiðabliki sem við þurfum að vinna."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir