Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 08. júlí 2025 10:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 14. umferð - Enn með töfra í löppunum
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur átti stórleik gegn KR.
Hallgrímur átti stórleik gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hallgrímur Mar var framúrskarandi í þessum leik, hann var gjörsamlega geggjaður. Gaman að sjá gamla manninn frá Húsavík enn með töfra í löppunum, á sínum degi er hann besti leikmaður deildarinnar. Gæðin eru þarna ennþá," segir Óskar Smári Haraldsson í Innkastinu.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem er 34 ára, skoraði bæði mörk KA sem fór til Reykjavíkur og sótti öll stigin þrjú með 2-1 sigri. Svo sannarlega mikilvægur sigur fyrir bikarmeistarana.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

„Valið var mjög auðvelt í dag. Grímsi var langbesti maðurinn á vellinum – ekki bara vegna þeirra tveggja marka sem hann skoraði, framlagið hans í þessum leik var í sérflokki. Hann átti stóran þátt í spilinu, fiskaði fjölda aukaspyrna og stóð sig vel í varnarvinnunni," skrifaði Alexander Tonini, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á leiknum.

„Geggjuð liðsframmistaða, eiginlega bara upp á 10. Allir að berjast og hlaupa fyrir hvorn annan, vel skipulagðir og vel sett upp hjá þjálfurunum líka. Þetta var nánast fullkomið," sagði Hallgrímur Mar í viðtali við Fótbolta.net sem sjá má hér að neðan.



Leikmenn umferðarinnar:
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner