Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 20. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 7. umferð - Best að spila fótbolta á grasi
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson skoraði fyrstu tvö mörk sín þetta tímabilið þegar FH vann gríðarlega mikilvægan 3-1 útisigur gegn ÍA í sjöundu umferð Bestu deildarinnar.

Gríðarlega miklar væntingar voru gerðar til Kjartans Kára fyrir tímabilið og það eru heldur betur góðar fréttir fyrir FH-inga ef hann er kominn í gang.

Hann er áræðinn og hikar ekkert við að keyra á vörn andstæðingsins. Seinna mark hans á Skaganum var sérlega glæsilegt.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 FH

„Stórkostleg afgreiðsla! Kjartan Kári á fyrirgjöf fyrir markið sem er skölluð fyrir fætur Björns Daníels. Hann leggur boltann út í teiginn á Baldur Kára sem framlengir hann út til vinstri á Kjartan Kára sem snýr hann glæsilega í hornið fjær utarlega úr teignum vinstra megin," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, þegar hann lýsti markinu í textalýsingu.

„Kjartan Kári var mjög öflugur þarna vinstra megin og sérstaklega í 'transition', og við náðum að nýta okkur það," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Sjálfur var Kjartan Kári hress eftir leik í viðtali sem sjá má í heild hér að neðan.

„Þetta var alveg frábært. Geggjað blautt gras sem er best að spila fótbolta á svo þetta var mjög skemmtilegt," sagði Kjartan meðal annars.

Leikmenn umferðarinnar:
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir