Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 08. ágúst 2013 23:23
Matthías Freyr Matthíasson
Finnur: Geðveikar recovery buxur sem við fengum okkur
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Finnur Orri Margeirsson fyrirliði og markaskorari Breiðabliks var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið á móti Aktobe á Laugardalsvellinum í Evrópudeildinni.

,,Fyrst og fremst svekkelsi. En að sjálfsögðu erum við stoltir af hverjum öðrum og erum ánægðir með það sem við sýndum hérna í dag.

Leikplanið gekk eiginlega bara fullkomlega upp. Við pössuðum okkur að halda markinu okkar hreinu og það gekk upp. Við settum pressu á þá þeim tímapunkti sem við ætluðum okkur. Það vantaði bara smá herslumun.

Þeir vilja mikið spila í stuttum sendingum og eru góðir í því en við stóðumst flest öll áhlaupin þeirra.

Það eru stærri hlutir sem kannski skipta máli en ég neita því ekki að það var mjög gaman að skora þetta fyrsta meistarflokks mark,"
sagði Finnur Orri að leik loknum.

Nánar er rætt við Finn Orra í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner