Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 08. ágúst 2020 05:55
Aksentije Milisic
Meistaradeildin í dag: Chelsea í erfiðri stöðu - Barcelona mætir Napoli
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu klárast í dag með tveimur leikjum. Bayern Munchen fær Chelsea í heimsókn og á sama tíma heimsækir Napoli lið Barcelona.

Bayern Munchen fór illa með Chelsea í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge en Þjóðverjarnir leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og Chelsea liðið því í mjög erfiðri stöðu.

Napoli heimsækir Barcelona á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu í fyrri leik liðanna í febrúar síðastliðnum. Sergio Busquets, Ousmane Dembele, Arturo Vidal og Samuel Umtiti verða ekki í leikmannahópi Barcelona í dag og þá er Antonie Griezman tæpur vegna meiðsla.

Báðir þessir leikir hefjast klukkan 19 og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Laugardagur:
19:00 Bayern - Chelsea
19:00 Barcelona - Napoli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner