Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fim 08. ágúst 2024 23:13
Sölvi Haraldsson
Maggi: Hiti og tilfinningar í báðar áttir
Lengjudeildin
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst frammistaðan nokkuð góð lengst af. Varnarleikurinn var góður og við fáum sénsa til að skora fleiri mörk. Þetta var skemmtilegur leikur og kaflaskiptur. Mörkin hefðu mátt vera fleiri.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli við Leikni í Mosfellsbænum í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Hvað vantaði upp á hjá Aftureldingu í dag til að vinna leikinn?

Það vantaði að klára færin. Við komumst líka í ágætar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu mikið, það vantaði oft síðustu sendinguna. Það vantaði upp á í dag. Spilalega séð vorum við flottir en það vantaði bara upp á smiðshöggið í dag hjá okkur finnst mér.

Það var mikill hiti undir lok leiks þar sem bæði lið vildu fá vítaspyrnu og fleira. Hvernig fannst Maggi þessi leikur vera dæmdur?

Hann dæmdi þetta fínt í dag. Það er hiti í þessu og tilfinningar í báðar áttir, það er bara eins og fótboltinn er.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Aftureldingu en hvernig horfir Magnús á framhaldið og stöðuna í deildinni?

Það þýðir ekkert að horfa á þessa töflu fyrr en mótið er búið. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og ná í eins flest stig og við getum. Eitt stig í dag, hefði viljað þrjú en næsta verkefni er bara Dalvík á þriðjudaginn og við ætlum að fara þangað og ná í þrjú stig.“ sagði Magnús.

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner