Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 08. ágúst 2024 23:13
Sölvi Haraldsson
Maggi: Hiti og tilfinningar í báðar áttir
Lengjudeildin
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst frammistaðan nokkuð góð lengst af. Varnarleikurinn var góður og við fáum sénsa til að skora fleiri mörk. Þetta var skemmtilegur leikur og kaflaskiptur. Mörkin hefðu mátt vera fleiri.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli við Leikni í Mosfellsbænum í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Hvað vantaði upp á hjá Aftureldingu í dag til að vinna leikinn?

Það vantaði að klára færin. Við komumst líka í ágætar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu mikið, það vantaði oft síðustu sendinguna. Það vantaði upp á í dag. Spilalega séð vorum við flottir en það vantaði bara upp á smiðshöggið í dag hjá okkur finnst mér.

Það var mikill hiti undir lok leiks þar sem bæði lið vildu fá vítaspyrnu og fleira. Hvernig fannst Maggi þessi leikur vera dæmdur?

Hann dæmdi þetta fínt í dag. Það er hiti í þessu og tilfinningar í báðar áttir, það er bara eins og fótboltinn er.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Aftureldingu en hvernig horfir Magnús á framhaldið og stöðuna í deildinni?

Það þýðir ekkert að horfa á þessa töflu fyrr en mótið er búið. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og ná í eins flest stig og við getum. Eitt stig í dag, hefði viljað þrjú en næsta verkefni er bara Dalvík á þriðjudaginn og við ætlum að fara þangað og ná í þrjú stig.“ sagði Magnús.

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner