Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   fim 08. ágúst 2024 23:13
Sölvi Haraldsson
Maggi: Hiti og tilfinningar í báðar áttir
Lengjudeildin
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst frammistaðan nokkuð góð lengst af. Varnarleikurinn var góður og við fáum sénsa til að skora fleiri mörk. Þetta var skemmtilegur leikur og kaflaskiptur. Mörkin hefðu mátt vera fleiri.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli við Leikni í Mosfellsbænum í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Hvað vantaði upp á hjá Aftureldingu í dag til að vinna leikinn?

Það vantaði að klára færin. Við komumst líka í ágætar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu mikið, það vantaði oft síðustu sendinguna. Það vantaði upp á í dag. Spilalega séð vorum við flottir en það vantaði bara upp á smiðshöggið í dag hjá okkur finnst mér.

Það var mikill hiti undir lok leiks þar sem bæði lið vildu fá vítaspyrnu og fleira. Hvernig fannst Maggi þessi leikur vera dæmdur?

Hann dæmdi þetta fínt í dag. Það er hiti í þessu og tilfinningar í báðar áttir, það er bara eins og fótboltinn er.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Aftureldingu en hvernig horfir Magnús á framhaldið og stöðuna í deildinni?

Það þýðir ekkert að horfa á þessa töflu fyrr en mótið er búið. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og ná í eins flest stig og við getum. Eitt stig í dag, hefði viljað þrjú en næsta verkefni er bara Dalvík á þriðjudaginn og við ætlum að fara þangað og ná í þrjú stig.“ sagði Magnús.

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner