Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. september 2019 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Jafnt í grannaslag - Naumur sigur Ítalíu
Emil Forsberg skoraði fyrir Svíþjóð gegn Norðmönnum
Emil Forsberg skoraði fyrir Svíþjóð gegn Norðmönnum
Mynd: EPA
Teemu Pukki og Jorginho skoruðu báðir úr vítum
Teemu Pukki og Jorginho skoruðu báðir úr vítum
Mynd: EPA
Síðustu fjórum leikjum dagsins í undankeppni Evrópumótsins er lokið en Svíþjóð og Noregur gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Ítalíu 2-1 sigur á Finnlandi.

Tveir leikir fóru fram í F-riðli en þar gerðu Svíþjóð og Noregur 1-1 jafntefli í Skandinavíuslag. Andreas Granqvist, fyrirliði sænska liðsins, átti þá hræðilega sendingu úr vörninni og komst Joshua King inn í hana. Hann kom boltanum inn í teig á Martin Ödegaard. Norska undrabarnið færði boltann áfram á Stefan Johansen sem skoraði örugglega.

Emil Forsberg jafnaði metin eftir að Svíar höfðu herjað á Norðmönnum en Albin Ekdal lagði boltann út á Forsberg sem skoraði örugglega í vinstra hornið. Lokatölur 1-1 og Svíar áfram í 2. sæti riðilsins með 11 stig.

Spánn vann Færeyjar 4-0 í sama riðli. Rodrigo kom spænska liðinu yfir með skoti af stuttu færi áður en hann bætti við öðru á 50. mínútu. Paco Alcacer, framherji Borussia Dortmund, kom inná sem varamaður á 60. mínútu og hálftíma síðar gerði hann tvö mörk með stuttu millibili. Spánverjar í efsta sætinu með 18 stig og nokkuð örugglega á leið á EM.

Í J-riðlinum gerðu Grikkland og Liechtenstein 1-1 jafntefli. Giorgous Masouras kom Grikkjum yfir en Dennis Salanovic jafnaði á 85. mínútu. Óvænt stig sem Liechtenstein náði í og fyrsta stigið þeirra í riðlinum.

Ítalía vann þá Finnland í sama riðli, 2-1. Ciro Immobile skoraði á 59. mínútu eftir sendingu Federico Chiesea en á 71. mínútu fengu Finnar vítaspyrnu er Stefano Sensi braut á Teemu Pukki innan teigs. Pukki fór á punktinn og skoraði. Pukki búinn að eiga frábærar síðustu vikur bæði með Finnlandi og Norwich. Ítalía fékk hins vegar víti nokkrum mínútum síðar og tryggði þar Jorginho sigurinn af punktinum. Lokatölur 2-1 og Ítalía vinnur toppslaginn en liðið er með 18 stig á meðan Finnland er með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grikkland 1 - 1 Liechtenstein
1-0 Giorgos Masouras ('34 )
1-1 Dennis Salanovic ('85 )


Finnland 1 - 2 Ítalía
0-1 Ciro Immobile ('59 )
1-1 Teemu Pukki ('72 , víti)
1-2 Jorginho ('79 , víti)

Spánn 4 - 0 Færeyjar
1-0 Rodrigo Moreno ('13 )
2-0 Rodrigo Moreno ('50 )
3-0 Paco Alcacer ('90 )
4-0 Paco Alcacer ('90 )

Svíþjóð 1 - 1 Noregur
0-1 Stefan Johansen ('45 )
1-1 Emil Forsberg ('60 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner