Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Hjammi: Aurier gæti gefið víti heima hjá sér
Serge Aurier
Serge Aurier
Mynd: Getty Images
Ben Davies
Ben Davies
Mynd: Getty Images
Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson ræddu um Tottenham í hlaðvarpsþætti á Fótbolta.net í gær. Þeir félagar fagna því að fá Matt Doherty frá Wolves í hægri bakvörðinn og vonast einnig eftir að fá nýjan vinstri bakvörð á næstunni.

„Ég held að Doherty verði frábær kaup í Fantasy," sagði Ingimar.

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier gæti verið á förum eftir komu Doherty en hann hefur verið orðaður við AC Milan.

„Eins og Aurier getur átt geggjaða krossa og skorað mikið af mörkum þá er svakalegur óstöðugleiki hjá honum. Hann gæti gefið víti heima hjá sér. Hann gæti verið að fara í bað heima og gefið víti," sagði Hjammi léttur í bragði.

Vinstri bakvörðurinn Danny Rose fór til Newcastle á láni síðari hlutann á síðasta tímabili og virðist ekki í myndinni hjá Mourinho. Ben Davies er vinstri bakvörður númer eitt í dag en Hjammi og Ingimar eru ekki ánægðir með hann.

„Það eru 4-5 ár síðan við vorum með besta bakvarðaparið í deildinni í Kyle Walker og Danny Rose. Þá voru þeir ungir, heilir og spiluðu hátt uppi á vellinum hjá Pochettino," sagði Ingimar.

„Það er enginn sjarmi yfir Ben Davies. Þó gætir aldrei borið kennsl á hann," sagði Hjammi. „Ef við myndum mæta honum á ganginum hérna á Fótbolta.net þá er ég ekki viss að ég myndi þekkja hann. Besti leikur hans er 7 í einkunn en sá versti 4. Það eru aldrei neinar flugeldar," bætti Ingimar við.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá félaga.
Enski boltinn - Tottenham menn hafa trú á Mourinho
Athugasemdir
banner
banner
banner