Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. september 2021 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Eitt stig dregið af Nice eftir lætin gegn Marseille
Það voru mikil læti á heimavelli Nice
Það voru mikil læti á heimavelli Nice
Mynd: Getty Images
Franska deildin hefur ákveðið að draga stig af Nice eftir lætin sem urðu á leikvangi liðsins í leiknum gegn Marseille á dögunum en sjúkraþjálfari Marseille fékk þá eins árs bann.

Það ætlaði allt um koll að keyra á leikvangi Nice þegar liðin mættust en stuðningsmenn Nice köstuðu flöskum í Dimitri Payet, leikmann Marseille, er hann var á leið að taka hornspyrnu.

Payet kastaði flösku til baka og þá réðust stuðningsmenn inn á völlinn og létu öllum illum látum.

Báðum liðum var skipað aftur inn í búningsklefa en leikmenn Marseille neituðu að koma aftur á völlinn og var Nice þá upphaflega dæmdur sigur. Það var dregið til baka og fer leikurinn nú fram fyrir luktum dyrum. Nice þarf þá að spila næstu þrjá leiki án áhorfenda.

Franska deildin tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að draga tvö stig af Nice, þar af eitt skilorðsbundið. Pablo Fernandez, sjúkraþjálfari Marseille, kýldi stuðningsmann Nice í látunum en hann fær bann út tímabilið.

Alvaro Gonzalez, varnarmaður Marseille, fær tveggja leikja bann og Dimitri Payet fékk einn leik.
Athugasemdir
banner
banner