Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 08. september 2022 12:32
Elvar Geir Magnússon
Veðbankar telja Knutsen líklegastan til að taka við Brighton
Kjetil Knutsen.
Kjetil Knutsen.
Mynd: EPA
Samkvæmt enskum veðbönkum er Kjetil Knutsen, stjóri Bodö/Glimt, líklegastur til að taka við sem næsti stjóri Brighton í stað Graham Potter sem er að taka við Chelsea.

Knutsen hefur náð eftirtektarverðum árangri með Bodö/Glimt og fengið mikið lof fyrir leikstíl liðsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er meðal leikmanna liðsins.

Knutsen hefur verið mikið í umræðunni og verið orðaður við enska boltann síðustu sex mánuði.

Ange Postecoglou, stjóri Skotlandsmeistara Celtic, og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eru einnig ofarlega á blaði hjá veðbönkum.

Steve Cooper stjóri Nottingham Forest, Felice Mazzù stjóri Anderlecht og Nathan Jones stjóri Luton eru meðal nafna sem einnig eru nefnd.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner