Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 08. september 2024 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Heimis dregur sig úr landsliðshópnum
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn þaulreyndi Seamus Coleman verður ekki með írska landsliðinu í mikilvægum heimaleik gegn Grikklandi í Þjóðadeildinni á þriðjudag.

Hinn 35 ára gamli Coleman meiddist í seinni hálfleik í 0-2 tapi gegn Englandi í gær er liðin mættust í fyrstu umferð í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Festy Ebosele kemur inn í landsliðshópinn í staðinn en hann er leikmaður Udinese í ítalska boltanum.

Ebosele er 22 ára gamall og er með þrjá landsleiki að baki fyrir Írland.

Mögulegt er að hann byrji á bekknum gegn Grikklandi þar sem búist er við að Matt Doherty verði í hægri bakverði.

Heimir Hallgrímsson þjálfar írska landsliðið og stýrði hann liðinu í fyrsta sinn í tapinu í gær.
Athugasemdir
banner
banner