fös 08. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Snær í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er genginn í raðir KR frá Fylki. Samningur Arons við Fylki rann út eftir tímabilið og fer hann því í KR á frjálsri sölu.

Aron er 24 ára gamall og á að baki 67 leiki í efstu deild og alls 111 leiki í deildarkeppni og bikar. Hann lék á sínum tíma sex landsleiki með U21 árs landsliðinu og einn með U19.

Aron lék átján leiki í marki Fylkis sem féll úr Pepsi Max-deildinni.

Hann lék með Grindavík og Breiðablik í yngri flokkunum en hans fyrstu meistaraflokksleikir komu árið 2016 þegar hann lék með Tindastóli, Breiðabliki og Vestra. Fyrir tímabilið 2017 gekk hann svo í raðir Fylkis.

Hin hliðin - Aron Snær Friðriksson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner