West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 16:02
Mate Dalmay
Aron Þormar Íslandsmeistari í FC 26
Á myndinni (frá vinstri) eru þeir Alexander, Aron og Helgi
Á myndinni (frá vinstri) eru þeir Alexander, Aron og Helgi
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net

Á dögunum hélt Fótbolti.net Íslandsmeistaramótið í FC 26 í samstarfi við GameTíví og Arena Gaming Smáratorgi. 

Mótið var opið öllum aldurshópum og spilað á PlayStation 5, þar sem leikmenn byrjuðu í riðlakeppni, tveir efstu tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit. 


Útsláttarkeppni og úrslitaleikur

Útsláttarkeppnin hófst á sunnudegi klukkan 16:00 og endaði með æsispennandi úrslitaleik milli þeirra Arons og Alexanders, sem báðir komu úr sama riðli.

Aron hafði áður lagt Atla Sævarsson í undanúrslitum, en Alexander hafði unnið Helga Helgason með sterkum leik og nákvæmri stjórn á vellinum.

Í úrslitaleiknum sýndi Aron yfirburði í taktík, nákvæmni og ró þegar mest á reyndi. Hann tryggði sér að lokum sigur og titil Íslandsmeistara í FC 26 2025.

Alexander endaði í öðru sæti eftir frábæra frammistöðu allt mótið, Helgi hreppti þriðja sætið og Atli varð fjórði.

Verðlaunin fyrir fyrsta sætið voru glæsileg, PS5 tölva, pakki frá Match Attax, gjafabréf frá Elko, FC 26 leikurinn og treyja að eigin vali frá Boltamanninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner