Fyrrum úrvalsdeildardómarinn Keith Hacket segir að sigurmark Sunderland í 2-1 sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge í gær hafi ekki átt að standa.
Chemsdine Talbi var hetja Sunderland með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn.
Langur bolti kom fram völlinn á Brian Brobbey sem hljóp með boltann inn í teig. Þar mætti hann tveimur varnarmönnum Chelsea og kaus því að halda í boltann og bíða eftir aðstoð, sem hann fann á endanum því hann kom boltanum út í teiginn á Talbi sem skoraði með frábæru skoti neðst í hægra hornið.
Myndir sýna að Lutsharel Geertruida var í rangstöðu þegar Talbi skaut boltanum og samkvæmt Hackett hafi hann haft áhrif á Robert Sanchez í markinu, en samkvæmt reglunum hefði markið ekki átt að standa.
„Þó ég sé ekki hrifinn af því að mörk séu dæmd af vegna rangstöðu þá kemur það mér verulega á óvart að dómarinn hafi ekki verið beðinn um að skoða markið á skjánum. Mín skoðun er sú að leikmaður Sunderland stendur í rangstöðu og hefur áhrif á markvörð Chelsea og því hefði átt að dæma markið af.“
„Reglur um rangstöðu segja: „Að trufla andstæðing með því að koma í veg fyrir hann geti spilað boltanum eða spila boltanum með því að hindra sjónlínu mótherjans“. Það er því mín trú að leikmaður Sunderland hafi verið rangstæður og hefur áhrif á markvörð Chelsea. Markið átt að ekki að standa vegna rangstöðu,“ sagði Hackett.
Myndir af markinu má sjá hér fyrir neðan.
????Extremely borderline play in Sunderland's last-minute winner against Chelsea.
— FutOffsides (@FutOffsides) October 25, 2025
????While it’s true that Geertruida obstructs Sánchez’s line of sight, I don’t think you can categorically claim this prevented him from saving the ball, especially given the speed of the shot and… pic.twitter.com/ohwod8zXOX
Athugasemdir



