Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Gerist ekki með því að tala um það
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segist fullviss um að liðið muni smella saman eftir vonbrigði síðustu vikna, en Liverpool tapaði fjórða deildarleiknum í röð í gær.

Frammistaða Liverpool í 3-2 tapinu gegn Brentford var ekki til útflutnings.

Það hefur verið þungt yfir liðinu og virðist hver einasti andstæðingur vita nákvæmlega hvernig best sé að brjóta niður Englandsmeistarana.

Van Dijk var spurður hver ástæðan sé fyrir þessu hruni, en hann vildi ekki skella skuldinni á eina manneskju.

„Það er erfitt að segja. Kannski sú staðreynd að við höfum ekki haldið hreinu í níu leikjum!“ sagði fyrirliðinn við TNT Sports.

„Það er auðvelt að kenna sérstakri manneskju um þetta, varnarlínunni eða föstu leikatriðunum, en þegar allt kemur til alls skrifast þetta á heildina. Allir verða að horfa í spegil, ég þar á meðal.“

„Ég er viss um að við munum ná að grafa okkur upp úr þessu, en það gerist ekki með því að tala um það. Við munum reyna að bæta okkur. Við þurfum á hvor öðrum að halda og stuðninginn.“

„Við þurfum enn meira á því að halda að fá fólkið sem fagnaði með okkur á síðustu leiktíð. Við munum komast úr þessu því gæðin eru svo sannarlega til staðar,“
sagði Van Dijk.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
3 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
4 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
9 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
10 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
11 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner