Man Utd gæti fengið Jobe Bellingham frá Dortmund í janúar, Joshua Zirkzee er orðaður við West Ham og Sevilla og þá er danski landsliðsmaðurinn Morten Hjulmand eftirsóttur af stærstu klúbbunum í ensku úrvalsdeildinni. Allt þetta og meira til í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Manchester United er að íhuga að fá Jobe Bellingham (20) á láni frá Borussia Dortmund í janúar. (Express)
West Ham og Sevilla eru að skoða Joshua Zirkzee (24), framherja Manchester United í janúarglugganum, en hann er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra þeirra rauðu. (Mirror)
Manchester City og Tottenham hafa áhuga á danska miðjumanninum Morten Hjulmand (26). Man Utd er einnig að fylgjast með Hjulmand. (Record)
Liverpool er að íhuga að leggja fram tilboð í Anthony Gordon (24), leikmann Newcastle, og Antoine Semenyo (25), framherja Bournemouth. (Football)
Tottenham og Man City fylgjast náið með Ezri Konsa (28), miðverði Aston Villa, en Chelsea, Liverpool og Man Utd hafa einnig haft auga á honum síðustu tólf mánuði. (TBR Football)
Newcastle, Brighton, Fulham og Brentford hafa áhuga á Hayden Hackney (23), miðjumanni Middlesbrough og U21 árs landsliðsins. (TBR Football)
Ítalska félagið Roma er alvarlega að íhuga að senda írska framherjann Evan Ferguson (21) aftur til Brighton í janúarglugganum. (Gazzetta dello Sport)
Newcastle og Tottenham vilja fá franska varnarmanninn Pierre Kaluli (25) frá Juventus. (TuttoJuve)
Njósnarar frá Barcelona hafa verið að fylgjast með Mason Greenwood (24), framherja Marseille í Frakklandi. (Sun)
Inter Milan gæti verið viljugt til að samþykkja tilboð í pólska miðjumanninn Piotr Zielinski (31) og er talið að félagið leyfi honum að fara strax í janúar. (Football Insider)
Njósnarar Arsenal, Chelsea og Man City hafa fylgst með hinum 17 ára gamla Lennart Karl, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi. (Caught Offside)
Athugasemdir



