
Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins á Spáni í einni sterkustu deild Evrópu.
Félagslið hennar, Madrid CFF, hefur farið vel af stað í deildinni og situr í sjötta sæti með ellefu stig, jafnmörg stig og stórveldið Real Madrid.
Félagslið hennar, Madrid CFF, hefur farið vel af stað í deildinni og situr í sjötta sæti með ellefu stig, jafnmörg stig og stórveldið Real Madrid.
Það eru sex umferðir búnar og Hildur hefur spilað lykilhlutverk fyrir Madrid CFF, en hún hefur spilað alla leiki liðsins til þessa.
Hún var í liði umferðarinnar hjá Sofascore í síðustu umferð en hún fékk 8,4 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 2-0 sigri gegn Levante.
Hildur lagði upp fyrra mark Madrid CFF í þeim leik en hún er á meðal stoðsendingahæstu leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar með þrjár talsins. Sú stoðsendingahæsta er með fjórar.
Hildur verður eflaust hluti af íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt í verkefni gegn Norður-Írlandi síðar í mánuðinum en hún hefur spilað mikilvægt hlutverk í landsliðinu undanfarin misseri.
Athugasemdir