West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 11:25
Elvar Geir Magnússon
Vilja tónlistarhæfileika Luigi og hraða Mikaels Egils
Eimskip
Mynd: KSÍ
Íslenska landsliðið er að búa sig undir leiki gegn Úkraínumönnum og Frökkum í undankeppni HM. Eftir æfingu Íslands í gær kom samfélagsmiðlakóngurinn Arnar Laufdal með spurningu á leikmenn.

Ef þú fengir að bæta við þig einum hæfileika frá öðrum í liðinu, hvaða hæfileiki væri það?

Hér má sjá þetta hressandi myndband en tónlistarhæfileikar Loga Tómassonar og hraði Mikaels Egils Ellertssonar voru vinsælustu svörin hjá mönnum.

Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.


Athugasemdir
banner
banner