Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. desember 2019 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins Liverpool bakverðirnir á undan Íslandsvininum Baldock
George Baldock.
George Baldock.
Mynd: Getty Images
George Baldock var á skotskónum þegar Sheffield United vann Norwich 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Þá lagði hann upp hitt markið sem United skoraði í leiknum.

Hinn 26 ára gamli Baldock hefur verið öflugur með spútnikliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Baldock spilaði með ÍBV árið 2012 en hann var þá í láni frá Milton Keynes Dons.

Hann hefur núna komið að fimm mörkum í deildinni á þessu tímabili (tvö mörk og þrjár stoðsendingar). Af varnarmönnum deildarinnar eru aðeins tveir sem hafa komið að fleiri mörkum en Baldock. Það eru bakverðir Liverpool, Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold hefur komið að sjö mörkum og Robertson að fimm mörkum.


Athugasemdir
banner
banner