Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 08. desember 2022 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í draumaheimi? Þá kæmi draumatilboð og þá væri maður ekki áfram"
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var fyrirliði U21 landsliðsins í síðustu undankeppni.
Var fyrirliði U21 landsliðsins í síðustu undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Kristiansund féll úr efstu deild í síðasta mánuði. Með liðinu leikur Brynjólfur Andersen Willumsson sem bar fyrirliðabandið í síðustu undankeppni U21 landsliðsins. Brynjólfur er uppalinn Bliki sem fór til Kristiansund fyrir tímabilið 2021.

Binni ræddi við Fótbolta.net í dag og fór yfir liðið tímabil í Noregi.

Viðtalið fyrir tímabilið 2022:
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling

„Ég er með eitt og hálft ár eftir af samning, en maður er opinn fyrir því að skoða allt ef það kemur tilboð. Eins og er er ég samningsbundinn félaginu og verð áfram," sagði Binni.

„Í draumaheimi? Þá kæmi draumatilboð og þá væri maður ekki áfram. En svo veit maður aldrei hvað klúbbarnir vilja gera og svo framvegis. Maður hefur heyrt af einhverjum áhuga og það var eitthvað komið úti, talað um að það væri áhugi á nokkrum leikmönnum í liðinu og maður var einn af þeim. Það er bara jákvætt."

Féllu á ótrúlegan hátt
„Við vinnum ekki leik í fyrstu fimmtán, ég fór að spila seinni part tímabilsins og við rifum okkur í gang. Við vorum kannski ekki að spila vel en vorum ekki að ná í þau úrslit sem við vildum. Í lokin vorum við komnir í þá stöðu að allir höfðu trú á því að við myndum bjarga okkur en svo gerist það ótrúlega í síðasta leiknum."

Kristiansund gerði 1-1 jafntefli við Jerv í lokaumferðinni og á sama tíma gerði Sandefjord jafntefli. Kristiansund þurfti að fá fleiri stig en Sandefjord úr lokaumferðinni.

„Haugasund var að vinna Sandefjord 2-0, Sandefjord skorar síðan á 90. og 92., gera jafntefli og fóru í umspilið. Þeir voru ekki búnir að vinna leik í 14-15 leiki. Það skipti okkur ekki máli, við ætluðum bara að vinna Jerv sem hefði dugað okkur ef Sandefjord fengi ekki þrjú stig úr sínum leik."

„Leikurinn okkar byrjaði svolítið illa, við lendum 0-1 undir, jöfnum [með marki frá Brynjólfi] í 1-1 og svo var þetta orðið svolítið 'shaky' hjá okkur. Við fréttum að það væri 2-0 fyrir Haugasundi og þá tekur maður ekki alla sénsa. Það hugsuðu allir að þetta væri komið en maður getur aldrei afskrifað neinn í þessum bolta."

„Við vissum að þeir væru búnir að jafna í uppbótartíma. Þá fengum við einn langan bolta fram, skallað í burtu og svo var flautað af - fengum engan séns til að breyta einhverju."

„Tilfinningin var mjög skrítin, auðvitað eru allir sárir og þetta er högg fyrir bæjarfélagið sjálft. Stuðningsmennirnir eru frábærir og allir lifa sig inn í þetta. Það dó allt yfir öllum og það var mjög þungt. Menn vissu ekki hvað þeir ættu að segja. Þetta var mjög sárt."

„Við tókum 2-3 daga þar sem menn fengu frí, svo var fundur og stefnan sett á að fara beint aftur upp. Það styðja allir við bakið á félaginu, stuðningsmennirnir halda áfram með sama stuðning þó að liðið féll. Það er mjög sterkt og mikilvægt að hafa þetta hugarfar,"
sagði Binni.

Nánar er rætt við hann um tímabilið, hans eigin frammistöðu, leikina við Tékka með U21, lífið í Noregi og ýmislegt fleira. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner