Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andstæðingar Tottenham fá hjálp frá Everton og Liverpool
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það verður býsna athyglisverður leikur í enska FA-bikarnum á morgun þegar eitt besta lið Englands, Tottenham, mætir Marine.

Marine er í áttundu efstu deild Englands og það er ekki á hverjum degi sem lið eins og Marine fær tækifæri til að mæta liði eins og Tottenham.

Marine spilar á Rossett Park en þar komast aðeins 389 gestir í sæti og óhætt að segja að það sé annað en Tottenham hefur vanist. Því miður verða engir áhorfendur á leiknum en Marine hefur tekist samt sem áður að selja tíu þúsund miða á leikinn.

The Athletic segir frá því að enginn leikmaður eða starfsmaður Marine hafi greinst með Covid. Allir geta því tekið þátt á morgun. Í leikmannahópi Marine eru meðal annars ruslastarfsmaður, pípari og kennari.

Nágrannafélög Marine, Everton og Liverpool, hafa hjálpað til í undirbúningnum fyrir leikinn. Marine gat ekki æft á æfingasvæðinu sem það átti að æfa á í vikunni út af slæmu veðri, og því fékk liðið að æfa á æfingasvæði Everton og svo æfingasvæði Liverpool í dag. Liverpool hefur einnig sent Marine upptökur frá leikjum Tottenham til þess að hjálpa til við leikgreiningu.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17:00.

Athugasemdir
banner
banner