Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. janúar 2022 23:20
Brynjar Ingi Erluson
„Mjög mikill heiður að fá þennan samning"
Þorleifur Úlfarsson
Þorleifur Úlfarsson
Mynd: Duke
Mynd: Duke
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Duke-háskólans í Bandaríkjunum, segist vera klár í að taka skrefið í MLS-deildina en hann fékk sérstakan Generation Adidas-samning eftir frábært tímabil.

Leikmenn sem fá GA-samning geta farið í nýliðavalið áður en námi þeirra lýkur. Þetta er sérstakur samningur og segir svolítið um það hversu góður Þorleifur var fyrir Duke.

Þorleifur skoraði 15 mörk fyrir Duke og var valinn besti sóknarmaður ACC-deildarinnar, sem er sú sterkasta í háskólaboltanum. Hann verður í nýliðavalinu sem fer fram á þriðjudag en Brynjar Benediktsson hjá Soccer and Education segir að hann verði líklega fjórði í valinu og það sé Houston Dynamo sem tekur hann.

Hann ræddi við Soccer and Education um tækifærið að fara í nýliðavalið og segist klár í atvinnumennskuna.

„Ég ákvað að fara í Duke til að sameina námið og fótboltann, þetta er mjög gott tækifæri og spila í þessari sterku ACC-deild sem er besta deildin í Bandaríkjunum," sagði Þorleifur.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að búa til nýtt identity út og fá ferskt start. Aðstæður í Duke eru mjög professional þeir eru með þjálfara og tvo sjúkraþjálfara sem vinna þarna allan tímann, þetta er mjög professional."

„Leikirnir í ACC voru geggjaðir og alveg 6400 manns sem mættu þegar við mættum á Clemson-leikinn og þegar við spiluðum við Pittsburgh. Það er frábært og breyting frá íslenska boltanum þegar þú ert að spila í öðrum flokki og meistaraflokki."


Hann fann fyrir áhuga frá umboðsmönnum eftir gott tímabil og svo fékk hann GA-samninginn 27. desember, daginn sem hann átti afmæli.

„Leiðin að MLS var að byrja á að standa mig vel á vellinum. Ég skoraði fimmtán mörk í ACC-deildinni og eftir það fer maður að finna fyrir áhuga frá alls konar liðum og umboðsmönnum á Instagram og öllu þessu. Það var frábært að finna fyrir því."

„Svo kemur upp að fara í MLS Combine þegar maður fær tilboð að fara þangað og eftir það fæ ég flotta afmælisgjöf 27. desember að fá Generation Adidas-samning frá MLS. Það er frábært og ér er klár í að sýna mig."

„Generation Adidas er samningur sem leikmenn fá sem eru taldir vera tilbúnir að fara í atvinnumennsku áður en þeir er búnir að klára fjögur árin í skólanum. Mikill heiður að fá þennan samning og ég er klár,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner