Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Bentancur skælbrosandi - „Það er allt í góðu lagi!“
Bentancur birti þessa mynd á Instagram.
Bentancur birti þessa mynd á Instagram.
Mynd: Instagram
„Það er allt í góðu! Þakka ykkur fyrir skilaboðin! Til hamingju með sigurinn strákar!" - Þetta skrifaði Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, í færslu á Instagram.

Úrúgvæski miðjumaðurinn meiddist þegar hann var að teygja sig til að skalla boltann eftir hornspyrnu í 1-0 sigrinum gegn Liverpool í gær.

Honum var gefið súrefni á meðan hann var borinn af velli. Það var síðan gefið út að hann væri með meðvitund og væri að spjalla við fólk í kringum sig. Hann fór í frekari skoðun á sjúkrahúsi.

Hann birti svo mynd af sér skælbrosandi og lét aðdáendur vita að það væri í góðu lagi með hann. Með honum á myndinni var kærasta hans, Melany La Blanca.

Eins og áður sagði þá vann Tottenham leikinn 1-0 en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Mynd: Getty Images

Athugasemdir
banner
banner
banner