Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bentancur fer upp á sjúkrahús í frekari rannsóknir
Mynd: EPA

Rodrigo Bentancur þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla gegn Liverpool í deildabikarnum í kvöld en Tottenham hefur greint frá því að hann sé með meðvitund.


Bentancur ætlaði að skalla boltann að marki eftir hornspyrnu en lenti illa og lá hreyfingarlaus á vellinum. Sjúkralið mætti fljótlega á völlinn og leikmaðurinn fékk aðhlynningu.

Hann settist fljótlega upp en það tók dágóðan tíma að koma honum fyrir á börum og að lokum var hann borinn af velli.

Tottenham hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu þar sem kemur fram að hann sé með meðvitund og spjalli við fólk. Þá er hann á leiðinni upp á sjúkrahús í frekari rannsóknir.


Athugasemdir
banner
banner
banner