Freyr Alexandersson er talinn líklegastur til að taka við Brann í Noregi. Á sama tíma er hann á lista KSÍ fyrir landsliðsþjálfarastarf Íslands.
Hann fundaði með KSÍ í gær varðandi landsliðsþjálfarastarfið en fór svo til Bergen í morgun þar sem hann fundaði enn frekar með Brann.
Hann fundaði með KSÍ í gær varðandi landsliðsþjálfarastarfið en fór svo til Bergen í morgun þar sem hann fundaði enn frekar með Brann.
Emil Kornvig, leikmaður Brann, ræddi við TV2 í Noregi um Freysa en hann þekkir hann vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn í Lyngby.
„Hann er svalur náungi. Hann er góður þjálfari sem nær vel til leikmanna," segir Kornvig.
„Frá því sem ég þekki til hans, þá myndi hann passa vel inn hérna. Hann koma inn með orku í liðið og fá stuðningsmennina með. Hann myndi ná að byggja upp áhuga á liðinu."
Kornvig þekkir líka Jonathan Hartmann, aðstoðarmann Freys, gríðarlega vel.
„Hann er góður þjálfari sem veit allt um fótbolta. Hann hefur hjálpað landsliði Danmerkur og er mjög fær. Ég veit að þeir tveir eru mjög gott tvíeyki," segir Kornvig.
Athugasemdir