Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. febrúar 2021 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Franskir dagar hjá Real Madrid
Benzema var á skotskónum.
Benzema var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 0 Getafe
1-0 Karim Benzema ('60 )
2-0 Ferland Mendy ('66 )

Það er franskt þema um þessar mundir hjá spænska stórliðinu Real Madrid.

Um síðastliðna helgi skoraði franski miðvörðurinn Raphael Varane bæði mörk Madrídinga í 1-2 útisigri á Huesca og í kvöld sáu tveir aðrir franskir leikmenn liðsins um Getafe.

Real Madrid var með algjöra yfirburði í þessum leik og þeir tóku forystuna eftir klukkutíma leik þegar Karim Benzema skoraði. Stuttu síðar skoraði vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy annað markið fyrir Madrídinga.

Getafe sá ekki til sólar í leiknum og lokatölur 2-0. Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum frá Atletico Madrid sem er á toppnum. Atletico á þá tvo leiki til góða á nágranna sína í Real.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner