Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir leikmenn Benfica slitu krossband í sama leiknum
Alexander Bah
Alexander Bah
Mynd: EPA
Óheppnin elti Benfica í gær því tveir leikmenn liðsins urðu fyrir því óláni að slíta krossband.

Benfica lagði Moreirense af velli 3-2 í portúgölsku deildinni en danski varnarmaðurinn Alexander Bah sleit krossband eftir 34. mínútna leik.

Aðeins tveimur mínútum síðar þurfti Portúgalski miðjumaðurinn Manu að fara af velli og það kom í ljós að hann hafi einnig slitið krossband.

Þetta er mikið áfall fyrir leikmennina og liðið þar sem það er ljóst að þeir verða frá út tímabilið. Benfica er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Sporting.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner