Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Jóhann Torfason sæmdur heiðurskrossi KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

77. ársþing KSÍ fór fram undir lok síðasta mánaðar og var Jóhann Króknes Torfason sæmdur heiðurskrossi KSÍ - sem er æðsta heiðursmerki knattspyrnusambandsins og veitist aðeins undir sérstökum kringumstæðum þeim einstaklingum sem hafa unnið íþróttinni ómetanlegt gagn.


Jóhann Torfason, þekktur sem Jói Torfa, hefur um langt árabil starfað að framgangi íslenskrar knattspyrnu. Honum er fótbolti í blóð borinn og hefur hann verið virkur þátttakandi í íþróttinni allt sitt líf, jafnt sem leikmaður og stjórnarmaður.

Jói hefur átt stóran þátt í uppbyggingu knattspyrnustarfs á Ísafirði og verið ötull baráttumaður fyrir fótboltann á landsbyggðinni og lagt mikið af mörkum á vettvangi KSÍ, sér í lagi þegar kemur að verkefnum yngri landsliða. 

Hann var ekki aðeins sæmdur heiðurskrossi KSÍ heldur einnig heiðurskrossinum frá ÍSÍ, Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands.

Þar að auki voru tveir einstaklingar sæmdir silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnu á Íslandi. Þeir eru Samúel Sigurjón Samúelsson, hjá Vestra, og Sigrún Sigríður Óttarsdóttir, hjá Breiðabliki og Augnabliki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner