,,Þetta var þrælfínn sigur, lentum undir og komum til baka, menn sýndu karakter og gott betur. Eftir að hafa fengið blauta tusku í andlitið með jöfnunarmarkinu þá er magnað að koma til baka og virkilega vel gert á móti sterku liði." sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV eftir 3-2 sigur þeirra á Grindavík í dag.
Magnús Bernharð Gíslason kom inn sem varamaður í hálfleik og var kominn með tvö mörk einungis níu mínútum síðar.
,,Ég eigna mér þessi mörk að sjálfsögðu! En Maggi er að stíga til baka upp úr meiðslum og kannski sniðugt að nota hann hóflega til að byrja með. En hann sýndi og sannaði hvers megnugur hann getur verið þegar hann er heill heilsu. Mætti gera meira af því að vera heill heilsu."
Páll talar einnig um styrkleika hóps síns og framhaldið en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir