Ásgeir Páll Magnússon átti fínan leik í liði Keflavíkur er liðið þurfti að gera sér að góðu tap í vítaspyrnukeppni gegn Val er liðin mættust í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld. Ásgeir var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.
Lestu um leikinn: Keflavík 6 - 8 Valur
„Ég held að við getum bara verið stoltir af frammistöðunni og baráttunni i heild sinni eftir þennan leik.“
Ásgeir sem alin er upp hjá liði Leiknis á Fáskrúðsfirði er á sínu þriðja tímabili hjá Keflavík og hefur farið vaxandi í hlutverki sínu hjá liðinu og hefur verið að finna sig vel að undaförnu. Um sínar framfarir sagði hann.
„Síðasta tímabil var náttúrlega ekki gott hjá liðinu í heild sinni. Ég fór svo út seinni hluta þess tímabils. En ég var ángægður með leikinn hjá mér og öllum í dag. “
Ásgeir er ekki sá eini í liði Keflavíkur sem kemur frá Austfjarðarliði Leiknis en Dagur Ingi Valsson er einnig þaðan en báðir skoruðu þeir í leiknum í dag. Ásgeir vildi þó ekki meina að vatnið væri neitt öðruvísi á Fáskrúðsfirði en annarstaðar.
„Nei nei það er bara gott vatn þar“
Sagði Ásgeir en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir