Stuðningsmenn Marseille í Frakklandi vilja alls ekki fá enska sóknarmanninn Mason Greenwood frá Manchester United og hafa mótmælt komu hans. Borgarstjórinn í Marseille vill þá að félagið hætti við skiptin.
Greenwood er ekki hluti af framtíðaráætlun United og er það vegna atvik sem kom upp í byrjun árs 2022.
Englendingurinn var handtekinn grunaður um að hafa beitt kærustu sína, Harriet Robson, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi eftir að hún lak myndum og myndböndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi leikmannsins.
Málið var kært til lögreglu en látið niður falla í apríl á síðasta ári þar sem saksóknari taldi málið ekki líklegt til sakfellingar.
United tók ákvörðun í ágúst um að Greenwood ætti ekki afturkvæmt í liðið og ákvað því að lána hann til Getafe á Spáni.
Greenwood átti gott tímabil með Getafe og hefur síðustu vikur verið orðaður við mörg stórlið, en samkvæmt Sky Sports og Fabrizio Romano er hann á leið til Marseille í Frakklandi.
Stuðningsmenn franska félagsins hafa engan áhuga á því að fá Greenwood og hafa mótmælt ákvörðun félagsins.
Borgarstjóri Marseille, Benoit Payan, tekur undir með stuðningsmönnunum, en hann segir hlutina sem Greenwood keyrði kærustu sína ófyrirgefanlega.
„Framkoma Greenwood er ófyrirgefanleg. Hann barði eiginkonu sína og myndirnar sem ég sá fóru virkilega fyrir brjóstið á mér. Það að slátra eiginkonu sinni á þennan hátt er óásættanlegt og því getur hann ekki fengið pláss í þessu liði. Gildi Marseille og borgarinnar eru andstæðan við þessa hegðun. Þetta er alger skömm og mun ég biðja Pablo Longoria, forseta Marseille, um að hætta við kaupin á Greenwood. Ég vil ekki að félagið mitt sé þakið skömm með því að hafa einhvern sem lemur konuna sína,“ sagði Payan í útvarpsviðtali við RMC Sport.
Athugasemdir