Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur)
Bergdís Fanney (hægri) við hlið Ásdísar Karenar Halldórsdóttur.
Bergdís Fanney (hægri) við hlið Ásdísar Karenar Halldórsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía Ragnarsdóttir.
Stefanía Ragnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Arna og Málfríður Anna Eiríksdætur.
Arna og Málfríður Anna Eiríksdætur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lillý Rut Hlynsdóttir.
Lillý Rut Hlynsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergdís Fanney er að taka þátt í sinni annarri leiktíð með Val í Pepsi Max-deildinni. Fanney steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2015 með ÍA en gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2018.

Fanney hefur skorað tvö mörk í sjö leikjum á þessari leiktíð og skoraði þá einnig sjö mörk í þeim 31 unglingalandsleik sem hún spilaði. Í dag sýnir Fanney á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Bergdís Fanney Einarsdóttir

Gælunafn: Fanney

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 gegn HK/Víking í 1. deild með ÍA

Uppáhalds drykkur: Appelsínusafi eða gott kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Ísey Skyrbar

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en keyri um á einum frá Bílaleigu Akureyrar

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Lucifer

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kýs frekar að fá mér kúluís eða venjulegan vanilluís í staðin fyrir bragðaref 😊

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sjúkraþjálfun Ísland – Urðarhvarf 8, 203 Kópavogi minnir á tíma hjá: Ásta kl.10:00 – 07.08.2020

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margrét Lára Viðarsdóttir

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Erfitt að velja einn. Margir frábærir þjálfarar sem hafa hjálpað mér að bæta minn leik.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Stefanía Ragnarsdóttir, eins og hún sé með endalausa orku.

Sætasti sigurinn: 2-1 sigur á Val í úrslitaleik á Rey Cup árið 2014 með ÍA. Ekki skemmdi fyrir að leikið var á Laugardalsvelli.

Mestu vonbrigðin: Falla úr Pepsí 2016 með ÍA

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alexandra Jóhannsdóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Freyr Harðarson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María Lárusdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ásdís Karen

Uppáhalds staður á Íslandi: Vopnafjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að spila með ÍA á móti Hömrunum fyrir norðan. Í uppbótartímar er markmaðurinn okkar rekin útaf og við búnar með skiptingarnar þannig ég fór í mark. Það var síðan aukaspyrna rétt fyrir utan teig í kjölfarið og einhvern vegin tókst mér að skutla mér og verja skotið.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Kemur fyrir að maður horfi smá á körfubolta og handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var ekkert sérstök í ensku

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sérstakt sem ég man eftir en finnst alltaf smá vandræðalegt þegar ég kalla eitthvað til að hvetja liðið mitt en röddin brestur.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Held að ég myndi taka systurnar þrjár, Málfríði, Hlín og Örnu Eiríksdætur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Bjó á Vopnafirði og steig mín fyrstu skref í fótbolta þar með Einherja í gúmmístígvélum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Lillý Rut, algjör nagli inná vellinum en yndisleg í alla staði.

Hverju laugstu síðast: er ekkert mikið í því að ljúga.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Þessi hefðbunda upphitun er ekkert sérstök en samt sem áður mikilvæg.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi vilja spurja Sir Alex Ferguson hvað stóð upp úr á þeim tíma sem hann var að þjálfa Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner