Félög ensku úrvalsdeildarinnar ákváðu á fundi sínum að ekki yrði spilað í deildinni um helgina af virðingu við Elísabetu Englandsdrottningu sem lést í gær, 96 ára að aldri.
Einnig er mánudagsleiknum frestað en þá áttu Leeds og Nottingham Forest að mætast. Leikjum í neðri deildum Englands hefur einnig verið frestað.
Breska ríkisstjórnin setti sjálf ekkert bann við íþróttaviðburði en þetta var ákvörðun fótboltayfirvalda í landinu.
Einnig er mánudagsleiknum frestað en þá áttu Leeds og Nottingham Forest að mætast. Leikjum í neðri deildum Englands hefur einnig verið frestað.
Breska ríkisstjórnin setti sjálf ekkert bann við íþróttaviðburði en þetta var ákvörðun fótboltayfirvalda í landinu.
Sjá einnig:
Svona átti leikjadagskrá helgarinnar að vera
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hafði þetta að segja:
„Við og félögin viljum sýna minningu drottningarinnar virðingu, eftir hennar löngu og miklu þjónustu við land okkar. Hún hefur verið sá leiðtogi sem lengst hefur setið í sögu þjóðarinnar og hefur reynst innblástur og skilur eftir sig ótrúlega arfleifð. Þetta er sorgartími, ekki bara fyrir þjóðina heldur milljónir einstaklinga um allan heim," segir Masters.
As a mark of respect to Her Majesty Queen Elizabeth II, this weekend’s Premier League match round will be postponed.
— Premier League (@premierleague) September 9, 2022
Engin PL um helgina vegna fráfalls Elísabetar II. Manni finnst svona að það hefði verið meira fútt í því að spila og heiðra minningu hennar á allskonar máta en þetta konungdæmi og hefðin í kringum það er eitthvað sem við líklega skiljum ekki alveg.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 9, 2022
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 15 | 10 | 3 | 2 | 28 | 9 | +19 | 33 |
| 2 | Man City | 15 | 10 | 1 | 4 | 35 | 16 | +19 | 31 |
| 3 | Aston Villa | 15 | 9 | 3 | 3 | 22 | 15 | +7 | 30 |
| 4 | Crystal Palace | 15 | 7 | 5 | 3 | 20 | 12 | +8 | 26 |
| 5 | Chelsea | 15 | 7 | 4 | 4 | 25 | 15 | +10 | 25 |
| 6 | Man Utd | 15 | 7 | 4 | 4 | 26 | 22 | +4 | 25 |
| 7 | Everton | 15 | 7 | 3 | 5 | 18 | 17 | +1 | 24 |
| 8 | Brighton | 15 | 6 | 5 | 4 | 25 | 21 | +4 | 23 |
| 9 | Sunderland | 15 | 6 | 5 | 4 | 18 | 17 | +1 | 23 |
| 10 | Liverpool | 15 | 7 | 2 | 6 | 24 | 24 | 0 | 23 |
| 11 | Tottenham | 15 | 6 | 4 | 5 | 25 | 18 | +7 | 22 |
| 12 | Newcastle | 15 | 6 | 4 | 5 | 21 | 19 | +2 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 15 | 5 | 5 | 5 | 21 | 24 | -3 | 20 |
| 14 | Brentford | 15 | 6 | 1 | 8 | 21 | 24 | -3 | 19 |
| 15 | Fulham | 15 | 5 | 2 | 8 | 20 | 24 | -4 | 17 |
| 16 | Leeds | 15 | 4 | 3 | 8 | 19 | 29 | -10 | 15 |
| 17 | Nott. Forest | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 | 25 | -11 | 15 |
| 18 | West Ham | 15 | 3 | 4 | 8 | 17 | 29 | -12 | 13 |
| 19 | Burnley | 15 | 3 | 1 | 11 | 16 | 30 | -14 | 10 |
| 20 | Wolves | 15 | 0 | 2 | 13 | 8 | 33 | -25 | 2 |
Athugasemdir

