Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
40 þúsund Frakkar gegn um 200 Íslendingum - Völlurinn viðkvæmur
Icelandair
Heimavöllur PSG
Heimavöllur PSG
Mynd: EPA
Spilað á Prinsavelli á Ólympíuleikunum í fyrra.
Spilað á Prinsavelli á Ólympíuleikunum í fyrra.
Mynd: EPA
Frakkar taka á móti Íslendingum á Prinsavelli í París klukkan 18:45 að íslenskum tíma í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni HM og er bæði lið með þrjú stig eftir fyrstu umferð riðilsins.

Parc des Princes, Prinsavöllur, tekur um 48 þúsund manns í sæti, búist er við því að rúmlega 40 þúsund manns verði á vellinum í kvöld og þar á meðal verða á bilinu 150-200 Íslendingar.

195 blaðamenn og 52 ljósmyndarar eru skráðir á leikinn, tvær sjónvarpsstöðvar (SÝN og TF1) og sex útvarpsstöðvar. Fimm íslenskir fjölmiðlar fylgja íslenska liðinu; Fótbolti.net, SÝN, RÚV, Morgunblaðið og 433.

Það verður að sjálfsögðu VAR á leiknum og marklínutækni.

Það er ljóst að leikflöturinn er eitthvað viðkvæmur. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, var spurður út í hann á fréttamannafundi í gær og sagði að völlurinn væri skárri en í síðasta leik. Þegar leikmenn hita upp í kvöld verður passað upp á ákveðin svæði vallarins.

Prinsavöllur er heimavöllur franska stórliðsins PSG. Spilað er á Prinsavelli en ekki þjóðarleikvanginum, Stade de France, þar sem ekki náðust samningar við þá sem reka þjóðarleikvanginn fyrir þessa undankeppni.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ísland 1 1 0 0 5 - 0 +5 3
2.    Frakkland 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Úkraína 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
4.    Aserbaísjan 1 0 0 1 0 - 5 -5 0
Athugasemdir
banner
banner