Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
   mán 08. september 2025 15:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Icelandair
Úr leiknum gegn Aserbaísjan
Úr leiknum gegn Aserbaísjan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við þurfum allir að eiga okkar besta leik sem lið, þurfum að vera rosa duglegir að tvöfalda og þrefalda á þá í varnarleiknum. Þeir eru með bestu leikmenn í heimi í nánast hverri stöðu," segir landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson við Fótbolta.net.

Framundan er leikur Íslands og Frakklands í undankeppni HM. Leikurinn fer fram á Prinsavelli í París anað kvöld, flautað verður til leiks 18:45 að íslenskum tíma.

„Ég er mjög spenntur að mæta öllum þessum leikmaður, sjá hvað maður getur, sýna að við erum ekki að fara mæta þarna eitthvað litlir og leyfa þeim að labba í gegnum okkur eins og einhverjar keilur. Við þurfum að sýna alvöru liðsframmistöðu."

Hvernig er nálgunin, er horft á útileik gegn Frökkum sem bónusleik?

„Ég myndi ekki kalla þetta bónusleik, mér finnst við þá vera horfa svolítið lítið á okkur sjálfa. Við þurfum allir að eiga okkar besta leik, þá getum við vonandi strítt þeim eitthvað með okkar föstu leikatriðum og við erum líka með mjög, mjög hæfileikaríka leikmenn innanborðs."

Markmið Íslands í undankeppninni er skýrt: að komast í það minnsta í umspil fyrir sæti á HM næsta sumar.

Stefán er einn af þremur Skagamönnum í liðinu. Hinir eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson.

„Það er frábært að spila með þeim, við náum allir rosalega vel saman og erum góðir félagar utan vallar. Samstarf mitt og Ísaks gengur rosalega vel, held að okkar hæfileikar ýti hvor öðrum ofar og held það hafi sést á móti Skotlandi og Aserbaísjan að þetta tikkar eins og klukka. Það er spennandi að geta vonandi haldið því samstarfi áfram."

Er skrítið að fara inn á risastóran völl þar sem allir halda með hinu liðinu?

„Nei, það er geðveikt. Það er ógeðslega gaman, það eru leikirnir sem þú vilt spila og sýna þig almennilega. Besta tilfinningin er að ná að þagga niður í andstæðingnum," segir Stefán Teitur.
Athugasemdir
banner