City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   mán 08. september 2025 15:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Icelandair
Úr leiknum gegn Aserbaísjan
Úr leiknum gegn Aserbaísjan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við þurfum allir að eiga okkar besta leik sem lið, þurfum að vera rosa duglegir að tvöfalda og þrefalda á þá í varnarleiknum. Þeir eru með bestu leikmenn í heimi í nánast hverri stöðu," segir landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson við Fótbolta.net.

Framundan er leikur Íslands og Frakklands í undankeppni HM. Leikurinn fer fram á Prinsavelli í París anað kvöld, flautað verður til leiks 18:45 að íslenskum tíma.

„Ég er mjög spenntur að mæta öllum þessum leikmaður, sjá hvað maður getur, sýna að við erum ekki að fara mæta þarna eitthvað litlir og leyfa þeim að labba í gegnum okkur eins og einhverjar keilur. Við þurfum að sýna alvöru liðsframmistöðu."

Hvernig er nálgunin, er horft á útileik gegn Frökkum sem bónusleik?

„Ég myndi ekki kalla þetta bónusleik, mér finnst við þá vera horfa svolítið lítið á okkur sjálfa. Við þurfum allir að eiga okkar besta leik, þá getum við vonandi strítt þeim eitthvað með okkar föstu leikatriðum og við erum líka með mjög, mjög hæfileikaríka leikmenn innanborðs."

Markmið Íslands í undankeppninni er skýrt: að komast í það minnsta í umspil fyrir sæti á HM næsta sumar.

Stefán er einn af þremur Skagamönnum í liðinu. Hinir eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson.

„Það er frábært að spila með þeim, við náum allir rosalega vel saman og erum góðir félagar utan vallar. Samstarf mitt og Ísaks gengur rosalega vel, held að okkar hæfileikar ýti hvor öðrum ofar og held það hafi sést á móti Skotlandi og Aserbaísjan að þetta tikkar eins og klukka. Það er spennandi að geta vonandi haldið því samstarfi áfram."

Er skrítið að fara inn á risastóran völl þar sem allir halda með hinu liðinu?

„Nei, það er geðveikt. Það er ógeðslega gaman, það eru leikirnir sem þú vilt spila og sýna þig almennilega. Besta tilfinningin er að ná að þagga niður í andstæðingnum," segir Stefán Teitur.
Athugasemdir
banner
banner