
„Við þurfum allir að eiga okkar besta leik sem lið, þurfum að vera rosa duglegir að tvöfalda og þrefalda á þá í varnarleiknum. Þeir eru með bestu leikmenn í heimi í nánast hverri stöðu," segir landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson við Fótbolta.net.
Framundan er leikur Íslands og Frakklands í undankeppni HM. Leikurinn fer fram á Prinsavelli í París anað kvöld, flautað verður til leiks 18:45 að íslenskum tíma.
Framundan er leikur Íslands og Frakklands í undankeppni HM. Leikurinn fer fram á Prinsavelli í París anað kvöld, flautað verður til leiks 18:45 að íslenskum tíma.
„Ég er mjög spenntur að mæta öllum þessum leikmaður, sjá hvað maður getur, sýna að við erum ekki að fara mæta þarna eitthvað litlir og leyfa þeim að labba í gegnum okkur eins og einhverjar keilur. Við þurfum að sýna alvöru liðsframmistöðu."
Hvernig er nálgunin, er horft á útileik gegn Frökkum sem bónusleik?
„Ég myndi ekki kalla þetta bónusleik, mér finnst við þá vera horfa svolítið lítið á okkur sjálfa. Við þurfum allir að eiga okkar besta leik, þá getum við vonandi strítt þeim eitthvað með okkar föstu leikatriðum og við erum líka með mjög, mjög hæfileikaríka leikmenn innanborðs."
Markmið Íslands í undankeppninni er skýrt: að komast í það minnsta í umspil fyrir sæti á HM næsta sumar.
Stefán er einn af þremur Skagamönnum í liðinu. Hinir eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson.
„Það er frábært að spila með þeim, við náum allir rosalega vel saman og erum góðir félagar utan vallar. Samstarf mitt og Ísaks gengur rosalega vel, held að okkar hæfileikar ýti hvor öðrum ofar og held það hafi sést á móti Skotlandi og Aserbaísjan að þetta tikkar eins og klukka. Það er spennandi að geta vonandi haldið því samstarfi áfram."
Er skrítið að fara inn á risastóran völl þar sem allir halda með hinu liðinu?
„Nei, það er geðveikt. Það er ógeðslega gaman, það eru leikirnir sem þú vilt spila og sýna þig almennilega. Besta tilfinningin er að ná að þagga niður í andstæðingnum," segir Stefán Teitur.
Athugasemdir