Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. október 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Mount þegar hann er spurður út í Grealish
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Það hefur vakið athygli að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, byrjar ávallt að tala um Mason Mount þegar hann er spurður út í Jack Grealish.

Á samfélagsmiðlum er landsliðsþjálfarinn ásakaður um að vera sérstaklega á móti Grealish.

Grealish byrjaði í gær sinn fyrsta A-landsleik í 3-0 sigri á Wales. Hann átti mjög góðan leik og var valinn maður leiksins.

„Ég er mjög ánægður með hann (Grealish) og hann verður hæstánægður að hafa byrjað sinn fyrsta landsleik. Hann er öðruvísi týpa af leikmanni," sagði Southgate en svo byrjaði hann að hrósa Mount.

Southgate gerði það sama þegar hann var spurður út í Grealish eftir leik gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.

Grealish er 25 ára gamall og spilar fyrir Aston Villa.


Athugasemdir
banner
banner
banner