Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho skiptir alfarið í Selfoss (Staðfest)
Lengjudeildin
Skrifar undir eins árs samning á Selfossi.
Skrifar undir eins árs samning á Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Gil verður áfram leikmaður Selfoss og mun taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Spænski miðjumaðurinn kom á láni frá Vestra í sumarglugganum og hjálpaði Selfossi að vinna 2. deildina og Fótbolti.net bikarinn.

Nacho er 31 árs og kom fyrst til Íslands árið 2018 og lék í tvö tímabil með Þór í Lengjudeildinni. Hann fór svo í Vestra þar sem hann var í fjögur tímabil í Lengjudeildinni og hálft í Bestu deildinni.

Úr tilkynningu Selfoss
„Ég er svo ánægður með það að vera á Selfossi í eitt ár í viðbót. Mér er búið að líða mjög vel á Selfossi og allir í kringum félagið og bæjarbúar hafa tekið mér opnum örmum,” segir Nacho.

„Ég er strax orðinn mjög spenntur fyrir næsta tímabili og ég vona að við náum að gera góða hluti í Lengjudeildinni,” bætti Nach við.

Athugasemdir
banner
banner
banner