Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu frábært skallamark Glódísar gegn Arsenal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði FC Bayern þegar þýska stórveldið tók á móti Arsenal í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.

Arsenal tók forystuna í fyrri hálfleik en Glódísi tókst að jafna með frábærum skalla skömmu fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik tók hin danska Pernille Harder málin í sínar hendur og kláraði viðureignina með þrennu. Lokatölur urðu 5-2 fyrir Bayern og lék Glódís allan leikinn í stórsigrinum.

Frábær byrjun á riðlakeppninni fyrir Bayern, en Juventus og Vålerenga eru einnig með í sterkum riðli.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner