Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   fös 09. nóvember 2018 14:09
Magnús Már Einarsson
Hamren: Kolbeinn þarf að fara að spila til að halda sæti sínu
Icelandair
Kolbeinn í leiknum gegn Belgíu í september.
Kolbeinn í leiknum gegn Belgíu í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segir að Kolbeinn Sigþórsson verði að fara að spila með félagsliði til að halda áfram sæti sínu í landsliðinu.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir mjög erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni í rúmt eitt og hálft ár. Hann hefur verið í síðustu tveimur landsliðshópum og er áfram í hópnum gegn Belgíu og Katar.

Kolbeinn er hins vegar úti í kuldanum hjá félagsliði sínu Nantes í Frakklandi en hann hefur einungis fengið að æfa með varaliðinu þar á þessu tímabili.

„Hann er að æfa með varaliðinu og ekki að spila neina leiki," sagði Hamren í viðtali í dag.

„Ég sé möguleika hans með okkur vera meiri í framtíðinni, þegar undankeppni EM byrjar í mars. Það er mikilvægt fyrir hann að hitta okkur og ef hann getur komið til baka þá gæti hann orðið virkilega góður fyrir okkur í framtíðinni," bætti Hamren við en hann segir að Kolbeinn verði að fara að spila til að vera áfram í hópnum hjá landsliðinu.

„Hann þarf að byrja að spila. Hvort sem það er með nýju félagi eða í núverandi félagi. Við getum ekki gert þetta svona í langan tíma en við getum gert þetta núna í haust."

Hér að ofan má sjá Hamren tala um Kolbein.
Athugasemdir