
ÍBV 1 - 0 Völsungur
1-0 Allison Grace Lowrey ('35)
1-0 Allison Grace Lowrey ('35)
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 0 Völsungur
ÍBV fékk Völsung í heimsókn í lokaleik dagsins í Mjólkurbikar kvenna og voru heimakonur talsvert sterkari aðilinn.
Þær fengu góð marktækifæri áður en Allison Grace Lowrey tók forystuna þegar hún náði frákastinu eftir rosalegt skot frá nöfnu sinni Allison Patricia Clark.
Allison Clark átti skot langt utan af velli sem fór í slána og út. Þar var Allison Lowrey fyrst að átta sig og kláraði hún af stuttu færi.
ÍBV fékk mikið af góðum færum til að tvöfalda forystuna en inn vildi boltinn ekki. Ísabella Júlía Óskarsdóttir átti frábæran leik á milli stanga Húsvíkinga og hélt þeim inni í leiknum allt til leiksloka.
Völsungur átti nokkrar fínar rispur en tókst ekki að skapa mikla ógn fyrir framan mark Eyjakvenna.
Athugasemdir