Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 11. maí 2025 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Martinelli bestur á Anfield
Martinelli var afar líflegur gegn Englandsmeisturunum og komst nálægt því að skora annað mark.
Martinelli var afar líflegur gegn Englandsmeisturunum og komst nálægt því að skora annað mark.
Mynd: EPA
Burn er klettur í vörn Newcastle og getur reynst stórhættulegur í föstum leikatriðum, eða þegar hann ákveður að skeiða upp völlinn.
Burn er klettur í vörn Newcastle og getur reynst stórhættulegur í föstum leikatriðum, eða þegar hann ákveður að skeiða upp völlinn.
Mynd: EPA
Tekst Crystal Palace að halda sínum bestu bestu leikmönnum í sumar?
Tekst Crystal Palace að halda sínum bestu bestu leikmönnum í sumar?
Mynd: EPA
Það fóru fimm leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og gaf Sky Sports leikmönnum einkunnir í þremur þeirra.

Gabriel Martinelli var besti leikmaður vallarins í 2-2 jafntefli þegar Arsenal heimsótti Liverpool í toppslagnum. Hann skoraði fyrra markið í endurkomu Arsenal í síðari hálfleik, eftir að hans menn voru tveimur mörkum undir í leikhlé.

Martinelli fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt í jafnteflinu, alveg eins og Leandro Trossard og Dominik Szoboszlai.

Varnarjaxlinn Dan Burn var þá besti maður vallarins í 2-0 sigri Newcastle gegn Chelsea. Burn átti flottan leik í varnarlínu heimamanna og lagði svo upp seinna mark leiksins til að innsigla sigurinn undir lokin.

Burn var bestur ásamt Bruno Guimaraes og Sandro Tonali sem fá allir 8 í einkunn. Nicolas Jackson framherji Chelsea var versti leikmaður vallarins enda lét hann reka sig af velli snemma leiks með beint rautt spjald. Hann er þristaður í einkunnagjöf Sky og fá liðsfélagar hans Robert Sánchez, Moisés Caicedo, Noni Madueke, Cole Palmer og Jadon Sancho 5 fyrir sinn þátt.

Ekki var gefið leikmönnum einkunnir eftir heimaleiki Manchester United og Nottingham Forest, en þess í stað var gefið leikmönnum einkunnir á Tottenham Hotspur Stadium.

Þar var Eberechi Eze besti leikmaður vallarins. Hann skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri Crystal Palace gegn Tottenham.

Allir leikmenn í liði Tottenham fá 5 í einkunn eftir dapra frammistöðu.

Liverpool: Alisson (7), Bradley (6), Konate (7), Van Dijk (6), Robertson (6), Gravenberch (7), Szoboszlai (8), Jones (6), Salah (7), Diaz (7), Gakpo (7).
Varamenn: Nunez (5), Mac Allister (6), Alexander-Arnold (6), Jota (6), Elliott (6).

Arsenal: Raya (7), White (6), Saliba (6), Kiwior (6), Lewis-Skelly (7), Partey (6), Merino (6), Odegaard (7), Saka (6), Trossard (8), Martinelli (8).
Varamenn: Tierney (6), Calafiori (6)



Newcastle: Pope (7), Burn (8), Schar (7), Botman (7), Murphy (7), Guimaraes (8), Tonali (8), Livramento (7), Gordon (6), Barnes (6), Isak (5).
Varamenn: Miley (6), Krafth (7)

Chelsea: Sanchez (5), Cucurella (6), Colwill (6), Chalobah (6), Caicedo (5), Fernandez (7), Lavia (6), Madueke (5), Palmer (5), Neto (6), Jackson (3).
Varamenn: James (6), Sancho (5), Gusto (6).



Tottenham: Kinsky (5), Porro (5), Danso (5), Davies (5), Spence (5), Sarr (5), Bentancur (5), Gray (5), Kulusevski (5), Tel (5), Odobert (5).
Varamenn: Moore (5), Bissouma (5), Son (5)

Crystal Palace: Henderson (7), Richards (7), Lacroix (8), Guehi (8), Munoz (8), Hughes (7), Lerma (7), Mitchell (7), Sarr (8), Eze (9), Mateta (8).
Varamenn: Nketiah (6), Kamada (6), Chilwell (6), Esse (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner