Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 09. nóvember 2023 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui yfirgefur Grindavík og horfir í efstu deild
,,Hungraður að svara fyrir lélegt tímabil"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson staðfesti í samtali við Fótbolta.net í dag að samningurinn hans við Grindavík væri að renna út eftir viku og hann yrði ekki áfram hjá félaginu.

Guðjón er 35 ára miðjumaður sem samdi við Grindavík um mitt síðasta sumar og skoraði fimm mörk í 31 keppnisleik með liðinu.

„Það er ekki komið á hreint hvar ég spila á næsta tímabili. Ég og Grindavík skiljum í góðu. Það var leiðinlegt að markmiðin náðust ekki í sumar. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér líður eins og ég sé partur af liði sem nær ekki sínum markmiðum," sagði Gaui.

Horfi hann í möguleikann að spila aftur í efstu deild? „Ég stefni á að vera í efstu deild," sagði Gaui ákveðinn.

„Ég er mjög hungraður að svara fyrir lélegt tímabil," sagði Gaui að lokum.

Grindavík ætlaði sér upp úr Lengjudeildinni í sumar en niðurstaðan varð 6. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner